O R Ð I Ð

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jóna Hlíf Halldórsdóttir orðið

"Það er eitthvað við að raða saman myndum sem minningum í ákveðna röð, velja úr því sem hefur þegar gerst. Bæði er upprifjunin sjálfstæð athöfn og ákveðin íhugun fylgir því að endurmeta gæði eða líkindi. „Nú er við lítum yfir farinn veg …“ og allt það. Safnplötur og mixteip. Best of. Liðin tíð. Nú siglum við bara djúpið hafandi ekki sýn á hvað tengir eða hvað hefur þegar verið sagt í miðju upplýsingaflóðinu. Við eigum varla stund til að endurmeta, endursýnum ekki.

Þetta er aftur á móti útgangspunktur sýningar hér og nú: Að umorða og tengja verk sem þegar hafa verið sýnd á undanförnum árum."

Jóna Hlíf (f. 1978) útskrifaðist með MFA gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Textaverk, tilraunir með efni og innsetningar eru kjarninn í myndrænni tjáningu verka Jónu Hlífar. Texti sem áferð: sem leið til að birta hugsanir, við að setja fram og skapa samfélag, eða sem grundvöllur hugmynda. Í verkunum hefur Jóna Hlíf m.a. fengist við fyrirbærin kjarna, tíma og ímynd sögunnar.

Verk Jónu Hlífar hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum bæði innanlands og erlendis. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Listasafninu á Akureyri og Berg Contemporary. Jóna Hlíf hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í Listasafni Íslands, Listasafni Árnesinga, Kuckei+Kuckei og Nýlistasafninu. Á ferli sínum hefur Jóna Hlíf hlotið fjölda styrkja og eru verk hennar í eigu opinberra listasafna. Árið 2022 kom út bókin Brim Hvít Sýn sem fjallar um myndlist Jónu Hlífar, innsetningar og textaverk, sem hún hefur skapað undanfarna tvo áratugi. Bókin hlaut silfurverðlaun FÍT fyrir bókakápu og bókahönnun.

Listamaður: Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Dagsetning:

25.02.2024 – 16.06.2024

Staðsetning:

Neskirkja

Hagatorg, 107 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur09:00 - 16:00
Þriðjudagur09:00 - 16:00
Miðvikudagur09:00 - 16:00
Fimmtudagur09:00 - 16:00
Föstudagur09:00 - 16:00
LaugardagurLokað
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5