Orka & Lucifer's Commission

Steina Vasulka, Woody Vasulka

Orka & Lucifer's Commission Berg 2024

Sjónarspil Orku eftir Steinu Vasulka hverfist í kringum náttúrumótíf, upptökur listamannsins af hreyfingum fugla og skordýra á Íslandi, lækjum og fossum, séðum frá sjónarhorni kamerunnar. Verkið var fyrst sýnt á Feneyjatvíæringnum árið 1997, þar sem Steina var fyrsti kvenkyns listamaður þjóðarinnar í forsvari fyrir Ísland. Hún er um margt frumkvöðull á sínu sviði sem vídeólistamaður, en þess má einnig geta að hún stofnaði fyrsta vídeófestivalið tileinkað kvenlistamönnum árið 1972, aðeins ári eftir stofnun The Kitchen sem hún kom á laggirnar í samstarfi við eiginmann sinn, Woody. The Kitchen, sem enn er starfrækt, hefur alla tíð síðan verið suðupunktur margmiðlunar, gjörninga og vídeólistar í New York borg þar sem þau bjuggu um árabil. Steina lagði stund á klassískan fiðluleik í Prag þar sem þau hjónin kynntust og á hún það til að líkja Orku við sinfóníu. Verkið hefur eigið flæði, eitt tekur við af öðru, vatn streymir upp á við og til hliðar, og náttúrulögmálin eru endurskilgreind líkt og sýn okkar á náttúruna.

Listamenn: Steina Vasulka, Woody Vasulka

Dagsetning:

24.08.2024 – 28.09.2024

Staðsetning:

BERG Contemporary

Smiðjustígur 10 / Klapparstígur 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Þri – fös: 11:00 – 17:00 Lau: 13:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5