Radiance

Ignacio Uriarte

Sýningin Radiance, með nýjum verkum eftir Igancio Uriarte, opnar í i8 gallerí þann 3. apríl næstkomandi. Á sýningunni eru teiknuð sem og vélrituð verk á pappír ásamt veggskúlptúr. Verkin eiga það sameiginlegt að byggja form sín á einföldum rúmfræðilegum eiginleikum og að vera unnin með kerfisbundnum og nákvæmum hætti.

Á ferli sínum hefur listamaðurinn unnið innan sjálfskipaðs ramma og takmarkar listsköpun sína við efni og aðferðir sem finna mátti á dæmigerðum skrifstofum níunda áratugarins. Þrátt fyrir afmarkaðar vinnuaðferðirnar hefur hann þróað með sér ítalega og nákvæma tækni sem gefur af sér fjölþætt og marglaga verk. Við gerð rúmteikninga sinna notar hann endurtekningar eða slög til að skapa dýpt og skugga sem einnig mynda takt og hrynjanda í verkunum.

Eins og sjá má í teikningunum eru ósjálfráðar og síendurteknar hreyfingar eitt af megineinkennum verka Uriarte. Þannig vísar hann í formfasta hugmyndalist listamanna eins og Carl André, Richard Long og Sol LeWitt þegar hann endurtekur motíf sín og dregur upp geómetrísk form með skipulegum og regluföstum hætti. Á sýningunni birtast margvíslegar leiðir til að brjóta upp eða sameina línur og hringi með því að mynda lykkjur, flétta þá eða splæsa saman. Uriarte brýtur til að mynda upp hringinn í verkinu Stripe Circle (2024) en við það truflast sjón áhorfandans með þeim afleiðingum að hugrenningartengsl myndast við ýmsar myndir eða tákn. Listamaðurinn endurtekur þessa grunnhugmynd í verkinu Circle Shift (2025), þar sem skornar reglustikur rjúfa hversdagsleg hugsunarmynstur og brjóta upp rýmið.

Með því að teygja sig út fyrir þau viðfangsefni sem venjulega tengjast ófrumlegu, stefnulausu skrifstofukroti nær inntak teikninga Uriarte langt út fyrir lágstemmdan innblásturinn og snertir jafnvel á himintunglum og tengslum milli vídda. Um verkið Four Loops (2024) segir Uriarte: „Breytingin er nær töfrum líkust, liturinn breytist þegar lykkjurnar fara undir brúnna eins og að ósýnilegur kraftur verki á þær.“ Listamaðurinn leitast enn frekar við að skapa hreyfingu í röð vélritaðra teikninga titlaðar Black & Red Diagonal Moirée 2 (2025) með því að koma reglu á horngráðuna milli skástrikanna. Þannig gæti uppbrotið minnt á truflun í gömlum sjónvörpum eða líkst sólargeisla á mjúkum öldum en í ritvélateikningum sínum leitast hann einna helst við að kanna myndrænt umfang táknanna sem hann notar.

Haustleg litapalletta þessara nýju verka er afurð fjölmargra ára af tilraunum með rauðum, bláum, grænum og svörtum; litunum sem helst eru notaðir á skrifstofum. En nú hefur Uriarte víkkað litavalið og bætt við hlýrri litbrigðum sem búin eru til með því að blanda saman lit úr merkitúss og bleki úr skrifstofupenna.

Ignacio Uriarte (f. 1972 í Krefeld, Þýskalandi) býr og starfar í Valencia, Spáni. Hann lærði hljóð- og myndlist í Centro de Artes Audiovisuales in Guadalajara, Mexikó, frá 1999 til 2001. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga í Bandaríkjunum og Evrópu, til að mynda í Rolando Anselmi, Róm; Bartha Contemporary, London; Museum Ostwall im Dortmunder U, Dortmund; Nogueras Blanchard, Madríd; Philipp von Rosen Galerie, Cologne; Kunstmuseum Reutlingen Konkret, Reutlingen; Leopold Hoesch Museum, Düren; Kunstmuseum Villa Zanders, Bergisch Gladbach; MARCO (Museo de Arte Contemporáneo), Vigo; Berlinische Galerie, Berlín; Utah Museum of Contemporary Art (UMOCA), Salt Lake City, Utah; The Drawing Center, New York; Skuc Gallery, Ljubljana; DAZ (Deutsches Architektur Zentrum), Berlin; Sala Rekalde, Bilbao; PICA Perth Institute of Contemporary Arts, Perth; and Laboratorio 987, MUSAC, Leon, Barcelona.

Listamaður: Ignacio Uriarte

Dagsetning:

03.04.2025 – 10.05.2025

Staðsetning:

i8 Gallerí

Tryggvagata 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – lau: 12:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5