Sjónræn ómun

Samsýning / Group Exhibition

Image_Visual Resonance_no text.jpg

Sjónræn ómun er sýning sem sameinar fjóra Hollands-tengda listamenn er kanna í list sinni fíngerðar breytingar á skynjun, tíma og efnaskiptum. Á sýningunni takast þau á við sérkenni í náttúru og vistkerfi svæðisins, svo og menningararfinn í safneign Svavarssafns. Næmni þeirra fyrir takti, ferlum og umbreytingu birtast í verkum þeirra sem einskonar hljóðlátar samræður—sjónræn ómun bergmáls milli listmiðla og merkingar.

Pietertje van Splunter (f. 1968) sækir í verkum sínum á sýningunni efnivið í jökul-innblásnar litasamsetningar Svavars Guðnasonar, kalda, bjarta tóna er endurspegla hið dularfulla í ljóskrafti landsins, svo og litafræðihugmyndir og persónulega skynjun.

Zeger Reyers (f. 1966) vinnur með náttúrutengd kerfi og lífræn ferli sem hann virkjar og dregur fram til þess að skerpa sýn á hringrás umbreytinga. Verk hans vísa í jarðfræðilegar breytingar með aðferðum alkemistans við „að sjóða steina með eldi og ís.“

Thom Vink (f. 1965) skapar ljóðræn verk er draga gjarnan fram lágstemmd mynstur í borgarumhverfi. Hann kafar ofan í lífræn ferli borgarlífsins, dregur fram tengingar við sálfræðimynstur og líffræðilega strúktúra, og kannar hvernig líf okkar mótast af hringrásarferli í umhverfinu.

Mekhlla Harrison (f. 1969) kannar í verkum sínum minningar og endurtekningar og hverfast þau gjarnan um umhverfisbreytingar, rofin tengsl í alheimsvefnaðnum og varpa ljósi á tengsl mannsins við síbreytilegt landslag, borgarumhverfi og samhengi.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Dagsetning:

27.06.2025 – 09.08.2025

Staðsetning:

Listasafn Svavars Guðnasonar

Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði, Iceland

Merki:

AusturlandSýning

Opnunartímar:

Sjá vefsíðu

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5