1978

Steingrímur Eyfjörð

Steingrímur Eyfjörð

Fyrir sýninguna 1978 hefur Steingrímur Eyfjörð unnið með hugmyndir og handrit að verkum sem vísa til tímabilsins 1957 til 1981 í íslenskri listasögu. Verkin á sýningunni eru hugleiðingar Steingríms um avant-garde tímabilið í íslenskri myndlistarsögu og hans persónulega sýn á listasögu þessa tíma. List um list, eða lifandi listasaga eins og hann kýs að kalla hana og þá sem mótvægi við opinbera listasögu.  Hluti af sýningunni verður útgáfurit sem fjallar ítarlega um verk sýningarinnar ásamt rituðu efni um tímabilið. Þar verður einnig birt samtal sem Steingrímur átti í sumar við Auði Hildi Hákonardóttur, Benedikt Hjartarson, Guðlaug Míu Eyþórsdóttur, Halldór Björn Runólfsson, Margréti Elísabet Ólafsdóttur og Unnar Örn, þar sem umræðuefnið var söguleg þróun myndlistar á þessu ákveðna tímabili í íslenskri listasögu. Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) er meðal hinna fremstu í þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem fram kom á áttunda áratugi síðustu aldar. Í vinnu sinni nýtir hann sér fjölbreytta miðla, þar á meðal ljósmyndun, teiknimyndir, myndbönd, málun, skúlptúra, gjörningalist, skrif og innsetningar. Efnisvalið er álíka fjölbreytt; hann sækir innblástur í jafn ólíkar áttir og þjóðsögur, Íslendingasögur, tískutímarit, trúarbrögð, hjátrú, krítíska teoríu og margs konar annað efni úr samtímanum, í meðförum hans skarast þau á margræðum tengipunktum þannig að úr verða marglaga verk, á stundum rugla þau mann í ríminu en í þeim birtist ævinlega skýr og óvænt sýn á þau viðfangsefni sem unnið er með. Steingrímur var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2007. Þess má geta að í ár fagnar Steingrímur Eyfjörð 50 ára myndlistarafmæli. 

Listamaður: Steingrímur Eyfjörð

Dagsetning:

19.10.2024 – 09.11.2024

Staðsetning:

Listval

Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
MiðvikudagurLokað
Fimmtudagur13:00 - 17:00
Föstudagur13:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5