Sykurskírn
Ragnhildur Weisshappel
Á sýningunni Sykurskírn með verkum eftir Ragnhildi Weisshappel gefur að líta verk unnin úr sykurmolum sem hún litar með ákveðinni dýfingartækni. Hvít-hreinsaðir sykurmolar sem eru allir svipaðir að lögun og stærð er dýft varlega í blöndu af málningu og vatni. Sykurmolarnir drekka í sig blönduna og innan nokkurra sekúndna festist litur í sykurkornunum. Markmiðið er að molarnir séu hálf-málaðir og listamaðurinn með stjórn á ferlinu. Hver moli hagar sér þó á sinn hátt og hver og einn fær einstakt litbrigði. Sykurmolunum er svo raðað saman hlið við hlið. Úr verður samsett heild af mörgum einstökum molum.
Verkin á sýningunni snerta á hugmyndum um skammtafræði. Í heimi skammtafræðinnar geta efniseindir og ljóseindir verið í mismunandi ástandi og jafnvel mörgum á sama tíma. Ljóseindir, rafeindir, róteindir og nifteindir geta sem dæmi hagað sér sem bylgjur, eins og hljóð, og sem eindir, eins og korn. Þessi undraverða hegðun gerir það að verkum að ekki er unnt að mæla ástand skammtakerfis, eins og ástand eða staðsetningu, heldur einungis líkurnar á ástandi og staðsetningu þess, sem á endanum ákvarðast af handahófi. Ólíkt klassískri eðlisfræði, þar sem hlutir hafa mælanlega og fasta eiginleika, þá byggir skammtafræðin í eðli sínu á líkindum.
Listamaður: Ragnhildur Weisshappel