Taktu þig með þér

Elín Elísabet

Gletta

Taktu þig með þér 

settu þig á klett

láttu þig hlusta.

Til að endurraða, til að missa andann, til að hlusta á æðarfugl úa, til að klifra, til að skrásetja, til að finna tímann líða, til að búa til nýja vana, til að heyra leyndarmál, til að heyra í brimi, til að kynnast rjúpu, til að muna, til að flaka ýsu, til að festa bílinn, til að gera eina armbeygju, svo tvær, til að skilja sjávarföll, til að finna lykt af þangi, til að glóa, til að heyra seli anda, til að horfa milli blómanna á grjótið. 

--

Elín Elísabet (1992) er myndlistarmaður og teiknari. Hún ólst upp í Borgarnesi en kom fyrst á Borgarfjörð eystri árið 2011 og hefur ekki getað hætt því síðan. Hún gaf út teiknuðu myndabókina Onyfir um Borgarfjörð árið 2016 og hélt í kjölfarið sýningu í Fjarðarborg. Elín stóð ásamt Rán Flygenring fyrir lundaveldi í nafni Nýlundabúðarinnar í Borgarfjarðarhöfn sumrin 2020-21.

Sumarið 2023 hélt Elín sýninguna Ef þú horfir nógu lengi í Glettu, sem innihélt að mestu plein-air málverk úr Álfaborginni og var um leið eins konar rannsókn á aðdráttarafli Borgarfjarðar eystra. Þessi sýning er að mörgu leyti framhald á þeirri rannsókn, en Elín notar áfram olíupastel og olíumálningu á fundnar plötur og málar utandyra. Um er að ræða ný verk, máluð á þremur vikum í aðdraganda sýningarinnar. 

Sýningin stendur til 1. ágúst og er opin daglega frá 10-17 á þriðju hæð í hafnarhúsinu á Borgarfirði Eystri.

Listamaður: Elín Elísabet

Dagsetning:

13.07.2024 – 01.08.2024

Staðsetning:

Gletta

Hafnarhús, Bakkagerði, 721 Borgarfjörður eystri, Iceland

Merki:

AusturlandSýning

Opnunartímar:

17 jún – 10. ágú. Opið daglega 11 – 17.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur