Þættir

Valgerður Sigurðardóttir

Whisper by Valgerður Sigurðardóttir

Með sinni fyrstu einkasýningu á Íslandi frá því hún flutti til Belgíu, snýr Valgerður Sigurðardóttir (f. 1992, Reykjavík — býr og starfar í Antwerpen) aftur heim með glænýja röð keramikverka. Þetta er heimkoma á fleiri en einn hátt. Hún er ekki bara að snúa heim landfræðilega, heldur líka hugmyndafræðilega — og að vissu leyti til hennar sjálfrar. Verkin marka vegferð sem er mjög persónuleg — kvenleg, dularfull, öflug og viðkvæm allt í senn.

Við fyrstu sýn virka teikningar og skúlptúrar hennar einfaldar, en undir yfirborðinu leynist ólgandi flækja. Hún byrjar á einhverju kunnuglegu — heimilissenum, smáatriðum dagsins — og blandar svo inn draumum, tilfinningum og óljósum minningum. Hún leikur sér að mörkunum milli öryggis og óöryggis, milli þess sem við þekkjum og þess sem vekur ónot. Eins og í sýningunni Talking to an Angel sem hún sýndi í Keteleer Gallerý árið 2024, sækir hún í eigin reynslu: fæðingu, móðurhlutverkið, missi og þrá. En hún lætur þar ekki staðar numið  — hún sækir tengsl í annað stærra, hinn sameiginlega reynsluheim —  sammannlegt svæði þar sem frummyndir, sögur og draumar renna saman í eitt.

Valgerður Sigurðardóttir (f. 1992, Reykjavík, Ísland. Býr og starfar í Antwerpen, Belgíu), lauk meistaragráðu í myndhöggvun frá KASK í Gent, Belgíu. Áður stundaði hún nám við Royal Academy of Arts í Antwerpen sem Erasmus-nemandi frá Listaháskóla Íslands, þar sem hún lauk BA-prófi. Árið 2017 var hún ein af stofnendum sýningarplássins ABC Klubhuis. Frá árinu 2013 hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga í Reykjavík, Osló, Gent, Antwerpen og Rúmeníu.

Listamaður: Valgerður Sigurðardóttir

Dagsetning:

28.06.2025 – 10.08.2025

Staðsetning:

Ásmundarsalur

Freyjugata 41, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur08:00 - 16:00
Þriðjudagur08:00 - 17:00
Miðvikudagur08:00 - 16:00
Fimmtudagur08:00 - 16:00
Föstudagur08:00 - 17:00
Laugardagur08:00 - 17:00
Sunnudagur08:00 - 17:00
Valgerður installing
Detail from, Venus in Libra.
Detail from, Primal Woman.
Valgerður Sigurðardóttir, installing.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5