The Brotherhood

Woody Vasulka

Woody Vasulka, The Brotherhood, vídeóstilla, 1998. Birt með leyfi listamannsins og BERG Contemporary.

Heildarverkið 'The Brotherhood' er innsetning sem upphaflega samanstóð af sex sjálfstæðum einingum. Verkið hafði verið í þróun yfir tíu ára tímabil þegar það var í fyrsta og eina skiptið sýnt í heild sinni árið 1998. Það var í nýopnuðu safni NTT InterCommunication Center (ICC) í Tókíó. Það er af mörgum talið vera lykilverk listamannsins Woody Vasulka (1937-2019), en Woody var ásamt konu sinni Steinu frumkvöðull í vídeólist á heimsvísu.Inntak 'The Brotherhood' er marglaga og er eitt eitt af allra fyrstu gagnvirku listaverkunum sem gerðu voru í heiminum. Woody taldi að uppruni nútíma hernaðar lægi í bræðralaginu sem reiði sig á fjölmiðlaáróður og tækni, auk þess sem verkið fjallar um karllægar hugmyndir um eyðileggingarmátt vélarinnar í samfélagi okkar. Hann varpar einnig fram áleitnum spurningum um möguleika tækninnar, og hvert tæknin muni leiða okkur, og hvort færa megi tæknileg kerfi inn á svið fagurfræðinnar. Verkin eru unnin úr fundnum tæknihlutum af haugum bandaríska hersins í Los Alamos, og þrátt fyrir að þessi uppsetning á innsetningunni hafi upphaflega átt að snúast um varðveislu og söguskráningu er óhætt að segja að inntak verkana eigi sterkt erindi við samtímann. Um listamanninn: Woody og Steina Vasulka kynntust í Prag þar sem Woody nam verkfræði en saman fluttu þau til Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum. Í New York komust þau í kynni við framsækna listamenn á sviði nýrra miðla og stofnuðu árið 1971 The Kitchen í Greenwich Village á Manhattan, margmiðlunarmiðstöð sem starfar enn þann dag í dag. Árið 1973 tóku þau við prófessorstöðu í nýstofnaðri deild margmiðlunarfræða við SUNY-ríkisháskólann í Buffalo en fluttu síðan til Santa Fe í Nýju-Mexíkó árið 1980. Í list sinni helguðu Woody og Steina sig rannsóknum á eiginleikum vídeómiðilsins og naut tækniþekking Woodys sín vel í þeirra samstarfi, sem og hans eigin verkum, líkt og í The Brotherhood. Vasulka-hjónin hafa hlotið margskonar viðurkenningar á alþjóðavísu og verk þeirra finnast í helstu söfnum heims. Má þar nefna Pompidou safnið í París, The Museum of Modern Art í New York, Smithsonian safnið í Washington og SFMOMA safnið í San Francisco. Þar að auki hlaut hann heiðursnafnbót frá Guggenheim safninu árið 1979. Woody lést árið 2019.

Listamaður: Woody Vasulka

Sýningarstjóri: Ingibjörg Jónsdóttir

Dagsetning:

01.11.2024 – 20.01.2025

Staðsetning:

BERG Contemporary

Smiðjustígur 10 / Klapparstígur 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Þri – fös: 11:00 – 17:00 Lau: 13:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur