Umbreyting

Guðbjörg Jóhannsdóttir

LG // Litla Gallerý - Guðbjörg Jóhannsdóttir

Jöklar, vatn og stórbrotin náttúra Ísland hefur löngum vakið áhuga Guðbjargar Jóhannsdóttur listamanns. Ótrúlegur breytileiki náttúrunnar felur í sér töfra jafnt sem áskoranir fyrir þá sem lifa í návígi við náttúruna. Guðbjörg hefur ferðast og verið í návígi við jökla, vatn og náttúru gangandi sem og keyrandi.

Það sem heillar listamann við viðfangsefnið er stórfengleiki og forvitni sem til verður við að fylgjast með stærð og hreyfingu jökla og vatns. Þróun sem sýnir svo augljóslega að hver dagur er einstakur og umbreyting á sér stað.

Á sýningunni er lögð áhersla á jökla og vatn. Listamaðurinn Guðbjörg Jóhannsdóttir leitast við að setja fram upplifun og túlkun í verkum sínum. Vatnslitir eru það listform sem heillar listamann hvað mest. Í gegnum tíðina hefur Guðbjörg fengist við listir, stundað nám í listaskólum og tekið þátt í sýningum. Listin hefur átt sinn stað samhliða öðrum verkefnum en sköpun og listir fá nú aukið vægi en áður og meiri ástund.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 17. október frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

Föstudagur 18. október 13:00 - 18:00

Laugardagur 19. október 12:00 - 17:00

Sunnudagur 20. október 14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd

Hafnarfjarðarbæjar.

Listamaður: Guðbjörg Jóhannsdóttir

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

17.10.2024 – 20.10.2024

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningViðburður

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5