Uppáhelling fyrir sæfarendur

Guðbjörg Lind Jónsdóttir

Guðbjörg Lind Jónsdóttir

Steinunn G. Helgadóttir segir í texta um sýninguna: „Í list myndlistarkonunnar Guðbjargar Lindar Jónsdóttur dvelur lognið í miðju skarkalans, síbreytilegur friður þar sem allt er náttúra og náttúran er allskonar og aldrei alveg kyrr.

Við skynjum friðinn í birtuslæðu á haffletinum, viðsjárverðum öldutoppum, þoku-bakka við sjóndeildarhringinn, ljósaskiptum, formföstum hringjum sjóeldiskvía og yfirgefna bátnum sem bíður í flæðarmálinu eins og heimþrá.

Friðurinn býr líka í kaffistellunum á gólfinu. Þau eru gamlir kunningjar sem kynslóðirnar hafa umgengist af varúð, bollarnir jafn mismunandi og varirnar sem snertu þá og við nánari athugun reynast sumir þeirra líka varðveita síðustu dropa liðinna gæðastunda og spádóma sem sumir eiga enn eftir að rætast. Kyrrðin verður að performans.“

Guðbjörg Lind er fædd á Ísafirði 1961. Hún á að baki margar einkasýningar auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún býr og starfar að list sinni í Reykjavík og á Þingeyri. Verk hennar eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Ísafjarðar, Listasafns Háskóla Íslands auk margra opinberra stofnana og einkasafna.

Sýningin stendur til 28. apríl og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 – 17.

Listamaður: Guðbjörg Lind Jónsdóttir

Dagsetning:

12.04.2024 – 28.04.2024

Staðsetning:

Grafíksalurinn

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
MiðvikudagurLokað
Fimmtudagur14:00 - 17:00
Föstudagur14:00 - 17:00
Laugardagur14:00 - 17:00
Sunnudagur14:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5