Uppúr vasanum drógu þau spýtu

Tara og Silla

Tara og Silla

Það brakar í spýtunum. Þær hvæsa, hvísla og syngja. Spýtur eru lagðar hlið við hlið, spýtu fyrir spýtu.

Á einkasýningu Töru og Sillu Uppúr vasanum drógu þau spýtu sýna þær ný verk sem vefjast inn í og upp úr gólfinu. Með verkunum draga Tara og Silla athygli að gólfinu sem rými. Við kynnumst gólfinu í gegnum hreyfingu músarinnar, söng fjalarinnar og áferð spýtunnar. Tara og Silla vinna verk með því að einangra fyrirbæri, brjóta þau í sundur og púsla brotunum saman.

Megin þemu í verkum Töru og Sillu eru fögnuður, vinátta og samskipti sem birtast einkum sem vídeóverk, gjörningar og innsetningar. Oftar en ekki vinna þær með þáttöku í verkum sínum og mottó-ið þeirra er: „Playful not hostile’. Að þessu sinni snúa þær sér að gólfinu í heildrænni innsetningu sem er óður til þess efnis og rýmis sem við göngum á.

Listamaður: Tara og Silla

Dagsetning:

27.04.2024 – 02.06.2024

Staðsetning:

Kling & Bang 

Marshall House, Grandagarður 20, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5