Viðurkenning á útgefnu efni 2023: Óræð lönd

Viðurkenningu fyrir útgefið efni fengu Æsa Sigurjónsdóttir & Snæbjörnsdóttir/Wilson fyrir bókina Óræð lönd: samtöl í sameiginlegum víddum.

islensku myndlistarverdlaunin 2023-Óræð lönd-Photo: Snæbjörnsdóttir/Wilson

Í umsögn Myndlistarráðs kemur fram:

Bókin vekur eftirtekt fyrir heildstæða og einstaklega vandaða framsetningu á innihaldsríku efni sem veitir einstaka innsýn í listhugsun Bryndísar og Marks en þau hafa verið í hópi leiðandi listamanna á sviði listrannsókna undanfarna tvo áratugi. Ritið Óræð lönd er samstarfsverkefni, gefið út í tengslum við tvær sýningar sem haldnar voru samtímis í Gerðarsafni í Kópavogi og á Listasafninu á Akureyri haustið 2021.

Um er að ræða sjálfstætt ritverk sem opnar lesandanum aðgang að listhugsun og aðferðarfræði Bryndísar og Marks á vaxandi sviði listrannsókna. Meðal höfunda efnis er Mark Dion sem í inngangi dregur upp skýra mynd af þeim sem brautryðjendum. Samræður þeirra við Terike Happoja dýpka enn frekar skilning lesandans á hugmyndalegum forsendum verka þeirra og reynsluheimi sem hefur mótað tiltekna lífssýn og liggur til grundvallar listrænni nálgun þeirra. Tveir greinarhöfundar, Æsa Sigurjónsdóttir og Rose Birrell, víkka enn frekar sjónarhorn lesandans hvor um sig út frá listfræði og heimspeki. Sjálfum verkunum eru gerð ítarleg skil í gegnum alla bókina með ljósmyndum og stuttum texta um hvert og eitt þeirra.

Ljósmynd: Snæbjörnsdóttir/Wilson

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5