Viðurkenning fyrir útgáfu 2024: Art Can Heal

Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2023 hlýtur bókin Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir.

Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2023 hlýtur bókin Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir. Bókin fjallar um ævi og starf Sigríðar Björnsdóttur, listakonu og frumkvöðuls á sviði listþerapíu, og er að miklum hluta rituð af Ágústu Oddsdóttur, kennara og listakonu, sem rannsakað hefur líf Sigríðar og starf hennar um árabil. Bókin telur 270 blaðsíður og er afar vönduð að allri gerð en um hönnun sá Studio Studio. Mikill fjöldi ljósmynda prýða bókina, af Sigríði í lífi og starfi, af teikningum og öðru myndefni skjólstæðinga hennar. Þeirra á meðal af myndverkum höfundarins, Ágústu Oddsdóttur, sem veitir lesendum áhugaverða innsýn inn í samstarf og langvarandi samræðu sína við Sigríði. Bókin byggir á frásögnum Sigríðar af hugmyndafræði sinni, samstarfi við heilbrigðisstofnanir, verkefnum og rannsóknarvettvangi sem hún átti aðkomu að, ýmist sem stofnandi eða meðstjórnandi. Bókin byggir að miklu leyti á nýjum viðtölum við Sigríði. Hér greinir hún á ítarlegan hátt frá merku frumkvöðlastarfi sínu sem listþerapisti, ræðir um áhrifamátt listarinnar og tengsl sín við listamenn í gegnum tíðina. Í hluta bókarinnar ræðir hún meðal annarra um einn áhrifamesta myndlistarmann 20. aldarinnar, Dieter Roth, en þau Roth voru gift um miðja öldina og bjuggu þá saman á Íslandi ásamt börnum sínum.

Það er mat dómnefndar að bókin veiti afar dýrmæta innsýn inn í merkilegt líf og starf áhrifamikils frumkvöðuls á sviði listþerapíu. Hún sé jafnframt mikilvægt yfirlit yfir liststarfsemi og miðlun á afstöðu og lífsspeki Sigríðar Björnsdóttur.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur