Alþýðuhúsið
Kompan er sýningarrými í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. desember 2011 festi Aðalheiður S. Eysteinsdóttir kaup á Alþýðuhúsinu á Siglufirði í þeim tilgangi að útbúa þar vinnustofu, heimili og leikvöll lista. Endurgerð hússins lauk 19. júlí 2012 og ævintýrið hófst. Markmið með starfseminni í Alþýðuhúsinu er að menning verði hversdagslegur hluti í lífi fólks, þannig að ungum sem öldnum finnist listir og skapandi hugsun eiga erindi við sig. Að skapa leikvöll listamanna og skapandi fólks til að framkalla list sína og vera vettvangur samræðna og tengsla á milli fólks hvaðanæva að.