Listasalur Mosfellsbæjar
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Á hverju ári eru settar upp um tíu sýningar, jafnt reyndra listamanna og nýgræðinga á sviðinu. Einnig er salurinn nýttur fyrir ýmsa viðburði eins og tónleika, fyrirlestra og fundi.
Salurinn er rekinn af Mosfellsbæ og hefur verið starfræktur frá 2005. Hann er opinn á afgreiðslutíma Bókasafnsins og er gengið inn í salinn úr safninu.