Hafnarborg
Hlutverk Hafnarborgar – menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar er að standa fyrir öflugu og metnaðarfullu menningarstarfi sem endurspeglar gerjun samtímans og stuðla þannig að fjölbreyttu mannlífi. Hafnarborg varðveitir því listaverkaeign Hafnarfjarðarbæjar og stendur fyrir rannsóknum og sýningum á henni, þannig að fólk fái þeirra notið og verkin verði sýnilegur hluti íslenskrar menningar- og listasögu. Enn fremur rekur Hafnarborg alþjóðlega gestavinnustofu.