Nýp verkefnarými
Nýp Project Space er “non-profit” vettvangur fyrir samstarf og samræðu um myndlist og rými, með fókus á náttúrufar og menningu við Breiðafjörð. Sett verður upp ein sýning árlega, á nýjum verkum sem eru unnin sérstaklega fyrir rýmið. Þeim sem boðið er til samstarfs hverju sinni er gefinn kostur á að dveljast um stund að Nýp til undirbúnings verkefninu, árið áður en sýningunni er komið fyrir.