Þula Hafnartorg

Nú opnar Þula nýtt sýningarrými á Hafnartorgi við Bryggjugötu – vettvang sem sameinar sýningarrými og faglega ráðgjöf. Reglulegar sýningar verða haldnar í gallerí hluta Þulu Hafnartorg auk ýmisa uppákoma yfir árið. Auk þess býðst einstaklingum og fyrirtækjum sérsniðin þjónusta við val á listaverkum með það að markmiði að efla tengingu fólks við myndlist og auðvelda aðgengi að vönduðu listaverkavali í sýningarrými Þulu Hafnartorg. Við munum einnig bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð við upphengi á listaverkum.Þula er rótgróið gallerí með yfir tíu ára reynslu í að kynna og styðja bæði viðurkennda og upprennandi listamenn á sviði samtímalistar. Frá stofnun árið 2013 sem Hverfisgallerí og með sameiningu í Þulu árið 2023, hefur galleríið markvisst unnið að því að skapa vettvang fyrir framúrskarandi myndlist og dýpka skilning á þróun samtímalistar á Íslandi.
Aðalrými Þulu er staðsett í Marshallhúsinu í Reykjavík, þar sem reglulegar sýningar eru haldnar yfir árið í samstarfi við listamenn gallerísins ásamt öðrum valinkunnum listamönnum.

Staðsetning:

Hafnartorg , 101 Reykjavík

Merki:

Gallerí

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5