Kliður

Högna Heiðbjört Jónsdóttir, Ísar Svan, Karen Ösp Pálsdóttir, Petra Hjartardóttir, Steinn Logi Björnsson

Kliður

Sýningin Kliður / Murmur er sumarsamsýning Þulu Hafnartorgs þar sem fimm ólíkir listamenn leiða saman hesta sína. Maðurinn og náttúran er í öndvegi á sýningunni þar sem málverk og skúlptúrar túlka tengingu okkar við umhverfið.

Í borgarkliðnum þar sem öllu ægir saman er kyrrðin oft kærkomin og hana sækjum við oftar en ekki í náttúruna, fjöllin og dalina. Það má þó finna fallegan samhljóm í kliðnum ef vel er að gáð, þar sem rósarunnar blómstra í bakgörðum og þrestir syngja á greinum trjánna.

Við bjóðum gestum að stíga inn í kliðinn og kanna hvar þeirra laglína liggur, hvort sem hún tónar í fjallasal eða á milli húsa borgarinnar.

Listamenn: Högna Heiðbjört Jónsdóttir, Ísar Svan, Karen Ösp Pálsdóttir, Petra Hjartardóttir, Steinn Logi Björnsson

Dagsetning:

26.07.2025 – 16.08.2025

Staðsetning:

Þula Hafnartorg

Bryggjugata 6, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrirHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga frá kl. 13:00-16:00 og eftir samkomulagi.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5