Allt mögulegt

Sigurður Atli Sigurðsson

Allt mögulegt Sigurður Atli Sigurðsson

Verk Sigurðar Atla, svo sem Frelsi og Sætaskipan, setja fram kunnugleg myndræn kerfi og bjóða áhorfendum að gera upp við sjálf sig hvað þau standi fyrir. Verkum Sigurðar hefur verið líkt við konkret ljóð;  "Í þessum skilningi líkjast verk hans konkret ljóðum, í samtalinu milli stærða, hvernig svo litlar upplýsingar á blaði geti staðið fyrir rými, líkama eða hlut." (Joe Keys, Sena, sýningarskrá, 2024) Verkin eiga það sameiginlegt að vera formhrein og einföld og vinna með það sem mætti kalla grunneiginleika grafíkur; lagskiptingu og endurtekningu, þó að þau séu unnin í aðra miðla. Verkin á sýningunni eru unnin með UV-bleksprautuprenti og silkiþrykki í bland við olíumálningu og olíupastel. Þau standa á mörkum prentverks og málverks, raunveruleikans og hins ímyndaða.

 

Sigurður Atli Sigurðsson (f.1988) er þekktur fyrir formhrein verk sem skoða þau mynstur sem móta mannleg samskipti. Verk hans taka á sig form stórra myndaraða og innsetninga sem taka yfir sýningarrýmið. Á ferli sínum hefur Sigurður Atli unnið með ýmsar grafískar prentaðferðir og fengist við útgáfu bókverka. Árið 2015 stofnaði hann Prent & vini ásamt Leifi Ými, saman hafa þeir unnið með fjölda listamanna að prent- og bókverkum. Um svipað leyti hóf Sigurður Atli að kenna við Listaháskóla Íslands og sá um grafíkverkstæði skólans um nokkurra ára skeið. Sérþekking hans á þessu sviði hefur leitt hann til að halda sýningar og stýra sýningum víða um heim, nýlega á Museum of Contemporary Art Tokyo, Listasafninu á Akureyri og Listasafni Íslands.

Listamaður: Sigurður Atli Sigurðsson

Dagsetning:

25.10.2024 – 18.01.2025

Staðsetning:

Listasafn Ísafjarðar

Safnahúsið, Eyrartúni , 400 Ísafjörður, Iceland

Merki:

VesturlandSýning

Opnunartímar:

Mánudagur12:00 - 17:00
Þriðjudagur12:00 - 17:00
Miðvikudagur12:00 - 17:00
Fimmtudagur12:00 - 17:00
Föstudagur12:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur