Ár áttunnar
Gabríela Friðriksdóttir
,,Ég hitti Gabríelu af tilviljun í miðbænum. Við tókum tal saman, og töluðum um tölur. Hún talaði um „áttuna“, og það tók mig svolitla stund að átta mig á að hún átti við árið í ár. Hina stóru sléttu tölu: 2 + 0 + 2 + 4 = 8. // Það er ekkert slétt eða fellt við verk Gabríelu. Jafnvel áferðin stingur. Enda er Gabríela oddatala – an odd number – í æpandi mótsögn við hið daufa og bitlausa."
- Bragi Ólafsson, textabrot fyrir sýninguna Ár áttunnar
Gabríela Friðriksdóttir (1971) vinnur gjarnan þvert á listform inn í innsetningar, þar sem óhefðbundinn efniviður sameinast listmiðlum eins og teikningum, málverki, skúlptúr og hreyfimyndum. Í verkunum birtast jafnan súrrealískir smáheimar í einstöku myndmáli á mörkum náttúru og draumkenndrar fantasíu í stöðugum umskiptum, með vísanir í táknfræði og andleg kerfi sem framsett eru í hennar eigin goðafræði.
Listamaður: Gabríela Friðriksdóttir