Fótógrömm

Sigríður Björnsdóttir

Fótógrömm

Myndlistarkonan og listmeðferðafræðingurinn Sigríður Björnsdóttir sýnir verk frá árinu 1959. Verkin eru unnin með fótógramtækni – ljósmyndaaðferð þar sem ekki er notast við myndavél, heldur eru form eða hlutir lagðir á ljósnæman pappír og ljósi varpað á þá í stuttan tíma. Við þetta myndast dökkir fletir á ljósum grunni. Sýningin stendur til 13. ágúst.

Sigríður hélt sína fyrstu einkasýningu á Mokka-Kaffi árið 1967 og hefur síðan þá sýnt víða, bæði innanlands og erlendis. 

Árið 2020 kom út veglegt yfirlitsrit um myndlistarsköpun hennar á tímabilinu 1950–2019, og árið 2023 kom út bókin Art Can Heal, sem fjallar um ævistarf hennar sem listmeðferðafræðings. Árið 2024 kom út bókin Dieter Roth in My Life – Memories, þar sem hún deilir persónulegum minningum frá hjónabandi sínu með listamanninum Dieter Roth.

Listamaður: Sigríður Björnsdóttir

Dagsetning:

03.07.2025 – 13.08.2025

Staðsetning:

Mokka

Skólavörðustígur 3a, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur09:00 - 18:00
Þriðjudagur09:00 - 18:00
Miðvikudagur09:00 - 18:00
Fimmtudagur09:00 - 18:00
Föstudagur09:00 - 18:00
Laugardagur09:00 - 18:00
Sunnudagur09:00 - 18:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5