Frumsýning á verkinu MOLTA kl. 18:00

Rósa Ómarsdóttir

Molta Gerðarsafn 2024

MOLTA er þverfagleg innsetning og lifandi sýning. Búið er að umbreyta sal í Gerðarsafni í einskonar vistkerfi. Á almennum opnunartíma safnsins er innsetningin opin en á sérstökum sýningarkvöldum taka dansarar Íslenska dansflokksins yfir rýmið og verða hluti af henni. Áhorfendur geta legið í grænu grasi og notið sólarljóss samhliða því sem þeir fylgjast með dönsurunum eiga í samskiptum við innsetninguna sem bráðnar, lekur, brotnar niður, vex, blandast saman og gufar upp. 

Sýningin er upplifunarverk sem varir í fjóra klukkutíma og virkjar öll skynfæri áhorfenda. Gestir geta gengið inn og út úr rýminu að vild en innifalið í miðanum eru matur og drykkur framreiddur af matreiðslumeistaranum Kjartani Óla Guðmundssyni. Maturinn er hluti af vistkerfinu sjálfu og er náttúran og flytjendurnir hluti af því sem verður á boðstólnum. Um er að ræða einstaka heildræna upplifun þar sem öll skynfæri áhorfenda eru virkjuð. 

Sýningar á MOLTU verða:

25. janúar kl. 18:00 27. janúar kl. 18:00 3. febrúar kl. 18:00 4. febrúar kl. 18:00 Einungis 40 gestir komast á hverja sýningu. Miðasala á tix.is

Sýningin er samstarfsverkefni Rósu og Íslenska dansflokksins.

Rósa Ómarsdóttir, danshöfundur, vinnur þvert á ólíka miðla. Í verkum sínum kannar hún samskipti manns og náttúru í leit að ómannhverfum frásögnum. Hún leitast við að skapa auðug vistkerfi sem sameinar manneskjur, hluti og ósýnilega krafta. Verk hennar eru þverfagleg í eðli sínu og flétta saman kóreógrafíu, lifandi hljóðmyndum og myndlist, með femínískri nálgun á dramatúrgíu sem felur í sér varnarleysi og flæði.

Verk Rósu hafa verið sýnd alþjóðlega á fjölmörgum hátíðum, leikhúsum, galleríum og listasöfnum. Rósa hefur einnig hlotið hálfs árs vinnustofu hjá Akademie Schloss Solitude í Stuttgart og fjölda minni vinnustofa um allan heim. Verk hennar hafa hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og verið verðlaunuð fyrir hljóðmynd og sem danshöfundur ársins.

Listamaður: Rósa Ómarsdóttir

Dagsetning:

25.01.2024

Staðsetning:

Gerðarsafn

Hamraborg 4, 200 Kópavogur, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðViðburðurFimmtudagurinn langiHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið daglega: 12 - 18

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5