Geislar
Þorgrímur Óli Cilia

Sýning innblásin af ljóði Togga Cilia ( Þorgeir Óli Cilia) ) : „Geislar“
Við þurfum ekki alltaf ljós til að sjá sannleikann.
Hann er einnig að finna í kyrrðinni sem fylgir því að staldra við og hætta að leita.
Þegar við slökkvum ljósin og horfum inn á við —
og stöndum andspænis þeim djúpa sannleik sem þar er að finna.
Verkin á sýningunni bregðast við UV-ljósi, eins og til að minna okkur á að markt fagurt er aðeins hægt að sjá í myrkri. Sumt finnum við aðeins þegar við hættum að leita.
Í birtu sjáum við yfirborð.
Í myrkri opnast víddir.
Þú þarft ekki birtu til að sjá þessi málverk — Þau geisla. Þau tala ekki — þau hlusta. Þau snerta — en aðeins þá sem þora að staldra við og leyfa sér geisla með þeim.
--------
Geislar
Toggi, 2024
Tíminn, snúinn vegur,
Dagar styttast án atvika.
Við stöndum,
Horfum á sólina síga í hafið
Hvað er skilið eftir?
þarf eitthvað meira?
þögul samvera í skuggum,
þar sem annað þjónar engu.
Engin stjarna skín að eilífu,
en fyrst við erum hér,
Skulum við geisla saman.
Við þurfum ekki meira,
þetta augnablik er nóg.
Morgundagurinn kemur ekki með svör,
en kannski er ekki nauðsyn að leita.
- Toggi Cilia
Sýningaropnun verður fimmtudaginn 3. júlí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 4. júlí 13:00 - 18:00
Laugardagur 5. júlí 12:00 - 16:00
Sunnudagur 6. júlí 14:00 - 17:00
LG // Litla Gallerý er styrkt af Menningar og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðarbæjar vegna viðburðarins.
Listamaður: Þorgrímur Óli Cilia
Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson