Gulur draumur

Maria Magdalena Ianchis

LG // Litla Gallerý - Maria-magdalena Ianchis - 2024

Gulur draumur - Endurtekin Draumur - 1 býður þér að kanna hverfulleika drauma og lífsins. Þessi þátttöku-gjörninga sýning fagnar íslenska sumrinu, endalausri sólinni og þeim súrrealísku tilfinningum sem hún vekur.

Sýningin inniheldur ljósmyndir þróaðar með kýanótýpu sem fanga fegurð sólarinnar sem tákn fyrir hverfulegar stundir og undirstrika tengslin milli ljóss og tíma. Í miðju rýmisins er borð sem á er dúkur úr óframkallaðri kýanótýpu undir glæru plasti. Borðið er skreytt með diskum í hvítum og gulum tónum, býður borðið upp á kræsingar sem gætu virst sætar en koma bragðlaukunum þínum líklega á óvart með salt- eða súrleika. Gestir eru hvattir til að upplifa þennan ófyrirsjáanleika og endurspegla þannig óvæntar uppákomur í draumum.

Á opnunardaginn mun listamaðurinn klæðast búningi innblásnum af sumarblómabreiðum, með plöntur sem part af hönnun búningsins. Gestum verður boðið upp á gula drykki með draumkenndum nöfnum eins og "Draumaland". Kræsingarnar á borðinu bjóða upp á margþætta upplifun sem hvetur gesti til þátttöku og íhugunar, sem gerir þá að hluta af verkinu. Borðdúkurinn þjónar sem áþreifanleg mynd af samskiptum milli listar og gesta, varðveitir minningar um upplifunina. Þegar gestir færa eða fjarlægja hluti, móta þeir mynd borðdúksins, og draga fram samtalið milli verksins og áhorfenda.

Eftir opnunina verður borðdúkurinn sýndur á vegg ásamt skjá sem sýnir myndband af opnunarviðburðinum. Borðið verður fjarlægt og eftir verða einungis hreinir hlutir. Glösum og hnífapörum verður raðað á gólfið. Sýningin umbreytist frá gjörningi til samskipta og loks til innsetningar sem speglar hverfult eðli drauma.

„GULUR DRAUMUR” kannar drauma, ljós og hverfulega fegurð lífsins, með borðdúknum sem tímahylki sem varðveitir hverfular stundir og viðheldur samtalinu milli listar og áhorfenda.

Sýningaropnun verður föstudaginn 19. júlí frá 16:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

laugardagur 20. júlí 12:00 - 17:00

sunnudagur 21. júlí 14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Listamaður: Maria Magdalena Ianchis

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

19.07.2024 – 21.07.2024

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðViðburðurSýningGjörningur

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5