Hallir ímyndanna
Ísleifur Sesselíus Konráðsson

Undirstaða allrar listsköpunar er einlægni – að tjá, hugmyndir, reynslu og tilfinningar án tilgerðar. Ísleifur málaði ekki yfirborð hluta, hann horfði innávið, sá inn í kviku landsins. Pensilskrift hans minnir á fínlegan útsaum með skrautlegum slettum, allir litir tempraðir, nema undirskriftin sjálf sem kemur upp um ákefð málarans. Hér sjáum við vel skipulagt land – skrautleg einföld form þar sem töfrar hversdagsins eru dregnir fram í dagsljósið.
Árið 1962 þegar Ísleifur Konráðsson var kominn yfir sjötugt opnuðust hjá honum flóðgáttir sköpunarkraftsins og næsta áratug hélt hann átta einkasýningar þar sem hann sýndi yfir 200 málverk. Það eru nú komin yfir 50 ár síðan verkum ísleifs hefur safnað saman og þau sýnd heildstætt eins og gert er á þessari sýningu. Verk hans tjá afdráttarlausa einlægni málarans gagnvart viðfangsefninu – hvort sem um ræðir þekkta staði eða sýnir listamannsins úr skáldaðri fortíð, þar sem myndbirtast heiðavötn, klettamyndanir, skálar, seglskútur og hallir.
Listamaður: Ísleifur Sesselíus Konráðsson
Sýningarstjóri: Unnar Örn