Safnasafnið

Safnasafnið var stofnað 1995 af þeim Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur. Stofnendur hafa í rúm 30 ár safnað af ástríðu verkum helstu alþýðulistamanna landsins, listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma, stundum kallaðir næfir eða einfarar í myndlist, en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir. Einnig lítur safnið til lærðra listamanna sem fara sínar eigin leiðir í listsköpun og falla þannig að sýninga- og söfnunarstefnu Safnasafnsins. Gengið er út frá því að verk allra listamanna í safneign og á sýningum standi á jafnréttisgrunni. Safneignin geymir verk eftir um 300 listamenn, bæði lærða og sjálflærða, allt frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. 

Staðsetning:

Svalbarðseyri, 606 Akureyri

Vefsíða:

Merki:

SafnHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

10. maí - 21. sep. Opið daglega: 10 – 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5