Leiðsögn: Átthagamálverkið kl. 20:00

Samsýning / Group Exhibition

Leiðsögn

Leiðsögn með Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóra um sýninguna Átthagamálverkið kl. 20.00 á Fimmtudaginn langa!

Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma.

Við ferðumst hringinn í kringum landið í gegnum sögu sem spannar rúma öld. Við stöldrum við og lítum firði, dali, þorp og bæi með augum fólks sem þekkir þar betur til en nokkur annar. Þetta eru Átthagamálverk sem máluð eru af ást og hlýju, uppfull af tilfinningu fyrir staðháttum og minningum fyrri tíma. Svo vill til að á þessu ferðalagi erum við óvenju heppin með veður!

Leiðsögnin fer fram á íslensku.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Sýningarstjóri: Markús Þór Andrésson

Dagsetning:

27.06.2024

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir

Flókagata 24, 105 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginFimmtudagurinn langiLeiðsögn sýningarstjóraHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið daglega 10:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5