Með verkum handanna

From the Collection / Verk úr safneign

Dýrgripir íslenskrar listasögu á tímamótasýningu sem haldin er í tilefni af 160 ára afmæli Þjóðminjasafnsins. Öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa eru á sýningunni. Níu eru varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en sex hafa verið fengin að láni frá erlendum söfnum, eitt frá Louvre safninu í París, fjögur frá Nationalmuseet København og eitt frá Rijksmuseum Twente í Hollandi.   

Refilsaumsklæðin eru meðal merkustu listaverka fyrri alda og bera íslenskri kirkjulist fagurt vitni. Elstu klæðin eru frá því skömmu fyrir 1400 en hið yngsta frá árinu 1677. 

Refilsaumur er saumgerð sem dregur nafn sitt af orðinu refill. Reflar voru skrautleg tjöld úr ull eða líni sem höfð voru til þess að tjalda innan bæði kirkjur og híbýli fólks fyrr á tíð. Refilsaumur er aðeins eitt útsaumsspora sem notuð voru á miðöldum og er afbrigði af útsaumi sem nefndur er lagður saumur. Þessi meistaraverk íslenskrar miðaldalistar voru unnin af listfengum konum sem bjuggu yfir þekkingu og þjálfun í vefnaði og útsaumi. 

Sýningin er árangur og niðurstöður áratugarannsókna Elsu E. Guðjónsson (1924-2010) á refilsaumi. Elsa starfaði á Þjóðminjasafni Íslands í rúm 30 ár. 

Það er fátítt að sýning með svo mörgum lánsgripum frá erlendum söfnum sé sett upp hér á landi. Lánsgripirnir þurfa sérstaka meðhöndlun og lúta ströngum skilyrðum lánssafnanna um flutning, varðveislu og sýningarbúnað. Áralangar rannsóknir innan Þjóðminjasafnsins hafa skipt sköpum til þess að lán og flutningur á svo dýrmætum gripum geti orðið að veruleika.

Meðan á sýningunni stendur verða fjölbreyttir viðburðir í Þjóðminjasafninu sem tengjast sýningunni; hádegisfyrirlestrar um einstök klæði, sérfræðileiðsagnir, námskeið og barnadagskrá. Í janúar verður efnt til málþings um rannsóknir Elsu E. Guðjónsson og verkin á sýningunni. 

Listamaður: From the Collection / Verk úr safneign

Dagsetning:

04.11.2023 – 05.05.2024

Staðsetning:

Þjóðminjasafn Íslands

Suðurgata 41, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

MánudagurLokað
Þriðjudagur10:00 - 17:00
Miðvikudagur10:00 - 17:00
Fimmtudagur10:00 - 17:00
Föstudagur10:00 - 17:00
Laugardagur10:00 - 17:00
Sunnudagur10:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5