Þar sem við erum

Kees Visser, John Zurier

Þar sem við erum Berg Contemporary

Er tímaflakk mögulegt í málverki? Situr fortíðin alltaf eftir í núinu?

Málverk Kees Visser og John Zurier kallast á að mörgu leyti. Þeir mála abstrakt litaflæmismálverk, sem samanstanda af mörgum lögum. Þó er skýr munur á verkum hvors fyrir sig og aðferðir listamannanna ólíkar.

„Málverkið vinnur gegn kakófóníu heimsins,“ segir John þegar ég spyr um þýðingu málverksins. „Í málverkinu getur eitthvað og ekkert verið til samtímis, hlið við hlið, á sama stað og tíma, án þess að skyggja á eða eyðileggja hvert annað.“

Tíminn í málverkinu

Verk Johns vekja sterka tilfinningu um tíma. Titlarnir undirstrika þá upplifun. Tíminn sem minning, eða tilfinning. Eins og listamaðurinn vilji fanga augnablik, með miðli sem krefst tíma. „Líðandi stund er hér og nú. Hún líður hjá á ógnarhraða. Svo hratt að við missum yfirleitt af henni. Þegar ég mála reyni ég að veita henni athygli og hvað gerist þegar núið virðist líða hægar.“

Málverk Johns eru létt, lögin eru þunn og í vinnuferlinu fjarlægir hann sum þeirra áður en hann heldur áfram. Útkoman er verk þar sem ferlið skín í gegn og áferð strigans líka. Létt og ljós.

„Kees er alltaf á leiðinni áfram, en ég leita í fortíðina,“ segir John þegar við hittumst þrjú og spjöllum saman yfir kaffibolla. Hann á við að Kees bætir sífellt við lögum en fjarlægir þau ekki, eins og John gerir. Þannig verður til þyngd í verkum Kees. Mörg lög sem leggjast hvert ofan á annað gera myndflötinn skúlptúrískan, þegar málningin þornar myndar hún áferð sem minnir um margt á mosa á trjáberki.

Listamenn: Kees Visser, John Zurier

Dagsetning:

05.04.2024 – 11.05.2024

Staðsetning:

BERG Contemporary

Smiðjustígur 10 / Klapparstígur 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Þri – fös: 11:00 – 17:00 Lau: 13:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur