Útskriftarsýning LHÍ: Allt innifalið

Samsýning / Group Exhibition

Listasafn Reykjavíkur hýsir útskriftarsýningu nemenda á BA stigi í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Sýningin opnar laugardaginn 17. maí kl. 13.00 í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.

Á samsýningu útskriftarnemenda Listaháskóla Íslands sýna yfir 70 nemendur í myndlist, hönnun og arkitektúr útskriftarverkefni sín. Verkin gefa innsýn inn í rannsóknir og vinnuferli nemenda síðustu ár, þar sem þau hafa þróað faglega nálgun og aðferðir.

Nemendur takast á við marghliða viðfangsefni með ólík tól í farteskinu. Í verkum þeirra endurspeglast vangaveltur um hamfarir, gestaþrautir og samfélagslegt sinnuleysi – pólitískar yfirlýsingar og góðlátlegt grín. Nemendur gera tilraunir með bæði efni og inntak. Niðurstöður fá form í ólíkum miðlum: Í höttum, málverkum, letrum og kynslóðahúsum veðurfara svo fátt eitt sé nefnt.

Allt þetta og meira innifalið.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Dagsetning:

17.05.2025 – 25.05.2025

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið alla daga: 10:00 – 17:00

Fimmtudagar opið til kl. 22:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5