Vatn sefur aldrei
Samsýning / Group Exhibition

Í samsýningunni "Vatn sefur aldrei" eru eiginleikar vatns til umbreytingar kannaðir og áhersla lögð á samtal listafólks um vísindaleg og umhverfisfræðileg málefni, ásamt hugtakslegri, persónulegri og ljóðrænni tjáningu. Vatn, í eirðarleysi sínu, “sefur aldrei”, og það vísar ekki einungis til breytilegs eðlis vatns, efnis sem er á stöðugri hreyfingu, heldur einnig til tilgátu um fjórða stig vatns sem hlaðið er geislunarorku. Þetta nýja form verður að myndlíkingu fyrir það hvernig listin birtist oft með óvæntum frávikum og fyrirbærum sem vekja spurningar og víkka sjóndeildarhringinn.
Með því að kynna fyrir okkur ólík sjónarhorn fléttar sýningin saman hugleiðingar og vangaveltur um hvernig vatnið mótar bæði okkur sjálf og heiminn í kringum okkur. Hún leiðir okkur inn í breytilegt eðli vatnsins, Vatn sefur aldrei íhugar samofin ferli og sveiflukennt samspil í bæði raunverulegu og ímynduðu umhverfi. Á þessum flæðandi augnablikum og í gegnum ólínulegar frásagnir breytir vatnið um form og snertir okkur, fer yfir mörk, tíma og skynjun.
Þátttakendur eru: Silvia Bächli, Margrét H. Blöndal, Gitte Broeng og Lasse Krog Møller, Nanna Debois Buhl, Dev Dhunsi, Eygló Harðardóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Karin Sander og Jasper Sebastian Stürup.
Sýningarstjóri: Savannah Gorton
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition