Við sjóinn

Giita Hammond, Lara Roje

Við sjóinn Listasalur Mosfellsbæjar

Giita Hammond og Lara Roje eiga það sameiginlegt að heillast að því sem finnst við sjávarmálið og er það samnefnarinn í þeirra verkum. Verkin sýna samspil móður náttúru og manngerðra hluta við strendur Íslands þar sem margt er að finna, „Eins manns rusl er annars manns gull“.

Giita Hammond sýnir seríu af ljósmyndum sem tekin er á Vestfjörðum og heitir Hvíldarstaður. Verkin sýna ljósmyndir af gleymdum og ónothæfum vélum og munum sem liggja á víðsvegar um firðina. Eitt sinn nothæfir munir sem þjónuðu sínum tilgangi en hafa eignast nýjan tilgang. Í ljósmyndunum tengjast munirnir landslaginu, verða að óræðum skúlptúrum sem hvíla við fjörðinn, minnismerki um fortíðina.

Lara Roje notar hluti sem eitt sinn þjónuðu öðrum tilgangi, aðallega bein, rekavið og annað úr íslenskri fjöru ásamt því sem hún finnur á víðavangi eða nytjamörkuðum. Hlutirnir í verkum hennar hafa mótast og slípast til í hafinu, áður en þeim hefur skolað á land, sem hún svo sameinar í einstaka og jafnvel hagnýta hluti eins og lampa. Verkin kallast Nýtt líf: endurnýtt fegurð og vísa í nýjan tilgang.

Listamenn: Giita Hammond, Lara Roje

Dagsetning:

10.02.2024 – 08.03.2024

Staðsetning:

Listasalur Mosfellsbæjar

Kjarni, Þverholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur09:00 - 18:00
Þriðjudagur09:00 - 18:00
Miðvikudagur09:00 - 18:00
Fimmtudagur09:00 - 18:00
Föstudagur09:00 - 18:00
Laugardagur12:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur