Myndlistarsjóður: fjarvinnustofur fyrir haustúthlutun 2024

07.08.2024

Myndlistarmiðstöð býður upp á fjarvinnustofur fyrir umsóknagerð í myndlistarsjóð.

Í boði eru nokkrar vinnustofur:

  • mánudaginn 12. ágúst kl. 10:00-11:00
  • mánudaginn 12. ágúst kl. 13:00-14:00
  • miðvikudaginn 14. ágúst kl. 11:00-12:00
  • miðvikudaginn 14. ágúst kl. 14:00-15:00

Vnnustofurnar fara fram á netinu, Google Meet. Hámarksfjöldi 20 manns og lengd er 60 mín.

Farið verður yfir umsóknareyðublaðið, textagerð, kostnaðaráætlun, fjármögnun og fylgiskjöl. Í lokin verður opnað fyrir spurningar og vangaveltur.

Sýniseintak af umsóknarforminu er aðgengilegt hér.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku: https://forms.gle/rd8UtkD1jHjaqFZeA

Nánar um myndlistarsjóð:

Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun myndlistarsjóðs 2024 er til kl. 16 mánudaginn 19. ágúst. 

Nánari upplýsingar hér.

 

Gagnlegir hlekkir:

Vefur myndlistarsjóðs

Reglur myndlistarsjóðs

Úthlutunarstefna myndlistarsjóðs 2022-2025

Myndlistarlög

 

Hafa samband

Ef upp koma fyrirspurnir varðandi umsóknarferlið, vinsamlegast sendið tölvupóst á info@myndlistarsjodur.is

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur