Muur

Muur

MUUR er staðsett á Höfn, í Hornafirði. MUUR er óhefðbundið sýningarrými sem er að finna inni á heimili og á einum vegg menningarmiðstöðvarinnar í Nýheimum og einstaka sinnum utandyra. Markmiðið er að vekja áhuga og athygli listunnenda og þeirra sem stunda myndlist á Höfn sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir gróskumikla myndlist. Á Höfn er staðsett Svavarssafn, sem byggt var til minningar um Svavar Guðnason, einn ástsælasta abstraktmálara Íslands og einnig þáttakandi í  Cobra hópnum. Við hjá MUUR viljum tengja saman þá sem láta sig listina varða. Kenning okkar er sú að góðir hlutir gerist hægt og ætlunin er að ná út fyrir rými og ramma og nýta útisvæði á völdum stöðum þar sem við á. MUUR opnaði daginn sem COVID kom í heimsókn en ákveðið var að byrja samt sem áður með sýningu Hlyns Hallssonar. Síðan þá hafa verið fimm sýningar í rýminu (sjá hér að neðan) og eru þrjár sýningar fyrirhugaðar árið 2023.

Staðsetning:

Hagatún 7, 780 Höfn í Hornafirði

Vefsíða:

Merki:

ListamannarekiðEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5