Smiðja kl. 18:00 — Skúlptúr & smörre

Örn Alexander Ámundason

Skúlptúr & smörre Gerðarsafn

SKÚLPTÚR & SMÖRRE er hugguleg kvöldstund í Gerðarsafni fyrir fullorðna þar sem við vinnum að gerð skúlptúra, frá hugmynd að listaverki. Listasmiðjan er hugsuð sem skemmtileg og skapandi upplifun undir handleiðslu myndlistarmanns sem mun leiða gesti inn í heim skúlptúrsins. Smiðjan verður leidd af myndlistarmanninum Erni Alexander Ámundasyni þar sem verður unnið að gerð gifs skúlptúra.

Verð fyrir SKÚLPTÚR OG SMÖRRE er 12.900,-Innifalið í kvöldstundinni er aðgangur að sýningum safnsins ásamt léttum veitingum frá Króníkunni, smurbrauð og vínglas/óáfengur drykkur.

Til að bóka pláss eða fá frekari upplýsingar sendið tölvupóst á netfangið gerdarsafn@kopavogur.is eða hringið í síma 4417601 á opnunartíma safnsins.

Listamaður: Örn Alexander Ámundason

Dagsetning:

29.08.2024

Staðsetning:

Gerðarsafn

Hamraborg 4, 200 Kópavogur, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðViðburðurFimmtudagurinn langiHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið daglega: 12 - 18

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur