Þræðir og þrívíð form
Sigurjón Ólafsson, Anni Bloch
Á sýningunni sem nefnist Þræðir og þrívíð form eru þrívíð textílverk dönsku listakonunnar Anni Bloch og valdir skúlptúrar Sigurjóns Ólafssonar.
Verk þessara listamanna eru ólík að útliti, en Anni og Sigurjón eiga það sameiginlegt að hafa skapað óhefðbundin listaverk með gömlu hefðbundnu handverki. Bæði hafa þau unnið í náttúruefni og nýtt sér út í æsar þá möguleika sem efnið leyfði. Verk Anni eru unnin með nál og þræði í silki, hamp eða jafnvel kopar. Verk Sigurjóns á sýningunni eru höggvin í tré, og oft með ýmsum viðbótum, brösuð málmverk eða mótuð í leir.
Listamenn: Sigurjón Ólafsson, Anni Bloch