Sækja um styrk í myndlistarsjóð

Næsti umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur fyrir vorúthlutun 2025 verður tilkynntur síðar.

Myndlistarsjóður veitir styrki til:

  • undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna
  • sýningarverkefna
  • útgáfu, rannsókna og annarra verkefna

Um umsóknarlotur

Umsóknafrestir eru tvisvar á ári: í febrúar og ágúst

Skilafrestur umsókna er til kl. 16:00 á auglýstum lokadegi. Umsóknir og fylgigögn sem berast eftir að umsóknarfrestur er útrunninn eru ógildar og ekki teknar til umfjöllunar.

Svör við umsóknum berast með tölvupósti 6 til 8 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Styrkupphæð og mótframlag

Hámarksupphæð styrkja geta verið allt að 3. m.kr. en lágmarksupphæð ekki undir 300.000 kr.

Myndlistarsjóður veitir allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði verkefna og því þarf umsækjandi að brúa 30% mótframlag.

Hafa samband

s: 562 72 62

info@myndlistarsjodur.is

Hverjir geta sótt um

Myndlistarfólk, sýningarstjórar, listfræðingar og sjálfstætt starfandi fagfólk á sviði myndlistar.

Listasöfn, gallerí, sýningarstaðir, stofnanir og félög geta notið styrks úr myndlistarsjóði til skilgreindra verkefna. Mikilvægt er að nafn þess sem er í forsvari fyrir hönd, hóps, stofnunarinnar eða félagsins komi skýrt fram sem tengiliður verkefnisins.

Ef umsækjanda hefur áður verið veittur styrkur úr myndlistarsjóði þarf lokaskýrsla fyrir veittan styrk að hafa borist áður en ný umsókn er tekin til umfjöllunar.

Spurt og svarað

Ertu með fleiri spurningar? Hér má finna samansafn af algengum spurningum og svör við þeim.

Svipmynd

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur